Ísland ljóstengt 2019 – samningur við Snerpu

Frá Önundarfirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt viðauka við samstarfssaming Snerpu og Ísafjarðarbæjar um lagningu, eignarhald og rekstur ljósleiðara.

Kostnaðurinn er um 45 milljónir króna sem dreifist á 2019 og 2020. Ísafjarðarbærleggur fram 20 milljónir króna, Fjarskiptasjóður 14,5 milljónir króna og 10 milljónir króna koma sem byggðastyrkur frá Samgönguráðuneyti. Snerpa innheimtir inntaksgjöld hjá notendum og  greiðir það sem upp á vantar óháð endanlegum kostnaði.

Lagnaleiðum er skipt í fjóra áfanga:

áfangi 1: Dreifbýli í Brekkudal og Kirkjubólsdal í Dýrafirði. Hafrafell og Efri-Engidalur í
Skutulsfirði.
áfangi 2: Dreifbýli í Meðaldal og Haukadal í Dýrafirði.
áfangi 3: Önundarfjörður innan við brú að Hóli.
áfangi 4: Önundarfjörður frá Bjarnardal í Hjarðardal.

Einnig verður bætt við strengjum frá Skeiði í símstöð á Þingeyri og frá Breiðadal í Holt í
Önundarfirði.

 

DEILA