Ísafjörður: 61 milljóna króna lán í Ofanflóðasjóði

Frá framkvæmdum í Kubba. Mynd: iav.is

Ofanflóðanefnd hefur samþykkt er lánsumsókn Ísafjarðarbæjar að upphæð 61,4 mkr með fyrirvara um upphæð lánsins þar til bókhaldsgögn hafa verið yfirfarin.

Lánið er tekið vegna framkvæmda í Ísafjarðarbæ árið 2018 fyrir kostnaðarhæut sveitarfélagsins. Hlutur sveitarfélaga í umræddum framkvæmdum er 10% af kostnaði. Miðað við þá kostnaðarskiptingu má ætla að kostnaður við snjóflóðavarnirnar á síðasta ári hafi verið um 610 milljónir króna.

Í Ofanflóðasjóði liggja nærri 20 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi 2017 og þar af eru nærri 17 milljarðar króna handbært fé. Fyrir skömmu kom fram gagnrýni um hægagang í framkvæmdum og hafa stjórnvöld verið hvött til þess að hraða framkvæmdum.

DEILA