Ísafjarðarbíó: Að sjá hið ósýnilega

Miðvikudaginn 8. maí klukkan 20:00 verður heimildamyndin „Að sjá hið ósýnilega“ sýnd í Ísafjarðarbíói. Aðgangur að sýningunni er ókeypis, en við innganginn verður tekið við frjálsum framlögum til að styrkja einhverfufræðslu og – ráðgjöf á svæðinu. Að lokinni sýningu myndarinnar verður umræðupanill til staðar, þar sem Laufey Eyþórsdóttir einhverfuráðgjafi, Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs, Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri málefna fatlaðra, Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Kristjana Milla Snorradóttir mannauðs- og rekstrarstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Helga Björt Möller deildarstjóri sérkennslu við Grunnskólann á Ísafirði sitja fyrir svörum.

Laufey Eyþórsdóttir veitir einhverfuráðgjöf á Ísafirði og nágrenni. Hún er ein þeirra kvenna sem fram koma í myndinni. Undanfarin ár hefur Laufey verið til staðar fyrir fólk á einhverfurófinu, sem og aðstandendur þeirra, sem hafa leitað til hennar í eigin persónu, í síma og í gegnum Facebook síðu ráðgjafarinnar. Síðastliðin tvö ár hefur hún haldið úti stuðningshópi fyrir aðstandendur fólks á einhverfurófinu og til stendur að koma einnig á laggirnar stuðningshópi fyrir einstaklinga sem eru á einhverfurófinu. Laufey starfar einnig sem sérkennari og hefur unnið með börnum á einhverfurófi í rúman áratug.

Myndin hefur áður verið sýnd í bíó Paradís.

Tryggið ykkur sæti:
https://www.facebook.com/events/430897724137664/

Einhverfuráðgjöf Laufeyjar er hægt að styrka með frjálsum framlögum 0154-26-2547 kt.180473-3949.

 

DEILA