Ísafjarðarbær greiðir 2,8 milljónir króna í lífeyrisskuldbindingar vegna Hjallastefnunnar

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að greiða til Brúar lífeyrissjóðs áfallnar lífeyrisskuldbindingar í Jafnvægissjóð og Varúðarsjóð vegna Hjallastefnunnar á grunni þjónustusamnings Hjallastefnunnar við Ísafjarðarbæ samtals kr. 2.826.830.

Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs frá síðasta mánudag.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til uppgjörs við Brú lífeyrissjóð vegna ógreidds framlags sem Hjallastefnan telur sig ekki skylduga til að greiða.

Vísað er til þess að þegar lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins var breytt árið 1997 hafi ríkissjóður með samkomulagi milli fjármála- og efnahagsráðherra, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Brúar lífeyrissjóðs, samhliða lagabreytingunni, skuldbundið sig til að greiða án lagaskyldu framlag til A-deildar Brúar vegna skuldbindinga aðila, þ.m.t. sveitarfélaga, vegna verkefna sem að meirihluta eru fjármögnuð af ríkissjóði með samningum og ríki ber að sinna.  Af þeim sökum fellst Ísafjarðarbær á að greiða umrædda fjárhæð, þótt lagaskylda sé ekki ótvíræð.

Stuðst er við minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 16. apríl sl., og frá Akureyrarbæ, dagsett 9. maí sl. um sams konar mál og lagt er til að samþykkja greiðslu á sömu forsendum og Akureyrarbær.

 

DEILA