Ingi Þór endurkjörinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ

Nokkrir vaskir Vestfirðingar á þinginu F.v. Margrét Brynjólfsdóttir, Patró, fyrir Héraðssambandið Hrafna-Flóka, Birna Lárusdóttir fyrir KKÍ, Dyrfinna Torfadóttir fyrir Íþróttabandalag Akraness, Thelma Rut Jóhannsdóttir fyrir Héraðssamband Vestfirðinga og Ingi Þór Ágústsson, Akureyri, stjórnarmaður í Framkvæmdastjórn ÍSÍ. Mynd: aðsend.

Sjötugasta og fjórða íþróttaþing ÍSÍ var haldið um helgina í Reykjavík. Ingi Þór Ágústsson, fyrrv bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ var endurkjörinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ.

Á þinginu var lögð fram ársskýrsla ÍSÍ fyrir 2019. Er skýrslan ýtarleg og mikil að vöxtum. Aðilar að ÍSÍ frá Vestfjörðum eru Héraðssambandið Hrafna Flóki í Barðastrandarsýslu , Hérðassamband Bolungavíkur, Héraðssamband Strandamanna og Héraðssamband Vestfirðinga í Ísafjarðarbæ. Auk þess sem Ungmennasamband Dalamanna og Norður Breiðfirðinga nær yfir Reykhólahrepp.

Fjölmargir fengu heiðursmerki ÍSÍ frá síðasta ársþingi og frá Vestfjörðum var það Guðný Stefanía Stefánsdóttir sem var sæmd gullmerki ÍSÍ.

Fram kemur yfirlit yfir úthlutun úr ferðasjóði íþróttafélaga fyrir árin 2017 og 2018. Til úthlutunar voru 127 milljónir króna en sótt var um fyrir um 500 milljónir króna hvort ár.

HSV, Héraðssamband Vestfirðinga fékk úthlutað 10,1 mkr fyrra árið og 8,8 mkr seinna árið. Héraðssamband Bolunagvíkur fékk 40 þúsund krónur 2018 og Héraðssamband Strandamanna fékk 23 þúsund krónur fyrra árið 2017.

Birla Lárusdóttir sótti þingið og sagði í samtali við Bæjarins besta að upp úr hefði staðið að hennar mati  tillögur um þjóðarleikvanga og gistiaðstöðu fyrir íþróttafolk utan af landi.

Eftir því sem næst verður komist sótti enginn fulltrúi þingið frá Héraðssambandi Strandamanna og Héraðssambandi Bolungavíkur.

DEILA