Hvalreki á Ströndum

Um helgina varð vart við rekinn háhyrning við Heydalsá á Ströndum.

Það var Jón Halldórsson frá Hrófbergi sem varð var við hvalrekann og myndaði háhyrninginn í fjöruborðinu.