Hvalárvirkjun- deiliskipulag í auglýsingu

Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemdi við að deiliskipulagsbreytingar í Árneshreppi vegna undirbúningsrannsókna fyrir Hvalárvikrjun verði auglýst í B deild Stjórnartíðinda.

Deiliskipulagið var upphaflega auglýst 2017 og samþykkt í sveitarstjórn 2018. Hins vegar birtist auglýsing í Stjórnartíðindum þremur dögum of seint og varð því að endurtaka breytingaferlið að hluta til.

Í seinni umferðinni kom fram athugasemd frá samtökunum Ófeig, sem lagði fram skýrslu um þjóðgarð í stað virkjunar. Skipulagsstofnun segir í bréfi sínu að sveitarstjórn sé ekki skylt að fjalla um eða taka afstöðu til þessa valkosts við afgreiðslu deiliskipulagsins þar sem skýrslan barst ekki fyrr en eftir að frestur til athugasemda var liðinn. Skipulagsstofnun hnýtir því þó við, í bréfinu að stofnunin telji eðlilegt að ef/þegar unnið verði skipulag fyrir sjálfar virkjunarframkvæmdirnar verði sá valkostur tekinn til athugunar.

Að lokinni auglýsingu skal sveitarstjórn taka tillöguna aftur til umræðu. Í þeirri umfjöllun skal taka afstöðu til athugasemda sem borist hafa og þess hvort gera skuli breytingar á tillögunni. Ef engar athugasemdir eru gerðar við tillöguna er ekki skylt að taka hana aftur til umræðu í sveitarstjórn heldur skal senda hana Skipulagsstofnun. Hafi borist athugasemdir skal niðurstaða sveitarstjórnar auglýst.

DEILA