Hreyfivika, viðburðir fimmtudags – uppstigningardags

Horft yfir Ísafjörð úr Naustahvilft. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Á fimmtudag eru þrír viðburðir í Hreyfivikunni á Ísafirði:

 

Kl. 10.00          Útijóga í Naustahvilft.

Gönguferð upp í Naustahvilft þar sem Gunnhildur Gestsdóttir hjá Jóga-Ísafjörður býður bæjarbúum í jóga. Þátttakendum er bent á að taka með sér dýnu eða teppi og klæða sig eftir veðri.

Kl. 17.00          Hjólaviðburður og þrautabraut í boði Vestra á Silfurtorgi.

Vestri hjólreiðar blæs til hjólaþrautabrautar á Silfurtorgi fyrir alla fjölskylduna. Settar verða upp ýmsar þrautir og félagsmenn gefa tækni leiðbeiningar. Við kynnum æfingar sumarsins fyrir börn, unglinga og fullorðna

Kl. 17.30          Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu.

Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.

DEILA