Hreyfivika 2019 UMFÍ, miðvikudagur 29.maí

Þessi kappi gæti sem best verið Vestfirðingur.

Miðvikudaginn 29. maí er skemmtilegur nýr viðburður á dagskrá Hreyfiviku á Ísafirði. Krtsjana Milla Snorradóttir kynnir náttúrhlaup sem er einstök aðferð til að sameina mikla hreyfingu, útivist og náttúruupplifun og gefur um leið tækifæri til að sjá landið á nýjan hátt. Erlendis nýtur náttúruhlaup (e. trail running) sífellt aukinna vinsælda. Allir velkomnir bæði þeir sem hafa reynslu af hlaupum sem og byrjendur. í náttúruhlaupi er hraðinn ekki aðalmálið, hver gerir sem hann getur um leið og hann nýtur fallegrar náttúru Skutulsfjarðar

Mæting við gatnamótin hjá Tungudalsá (Brúó) kl. 17.30.

DEILA