Hreinsunarferð í Barðsvík 2019

Helgina 14. – 16. júní er áætlað að fara í sjöttu hreinsunarferðina á Hornstrandir sem áhugamannafélagið Hreinni Hornstrandir stendur fyrir.

Stefnt er að fara á báti frá Ísafirði upp úr hádegi föstudaginn 14. júní, sigla í Lónafjörð í Jökulfjörðum og þaðan gengið yfir í Barðsvík þar sem gist verður í tjöldum. Gangan yfir í Barðsvík er rétt rúmlega 10 km löng, tekur 6-7 tíma. Hreinsað verður allan laugardaginn og jafnvel fyrri part sunnudags áður en gengið verður til baka, en áætluð koma til Ísafjarðar er að kvöldi sunnudagsins 16. júní.

Þessi hreinsunarferð verður jafnvel enn meira krefjandi en hinar fyrri, þar sem gera þarf ráð fyrir ganga til og frá Barðsvík, bera með sér farangur og matvæli og gista í tjöldum. Þeim sjálfboðaliðum sem eru til í hörku skemmtilega og mikla vinnu dagana 14. -16. júní er bent á að senda skráningarbeiðni með helstu upplýsingum um viðkomandi sjálfboðaliða á upplysingafulltrui@isafjordur.is í síðasta lagi miðvikudaginn 22. maí. Rétt er að geta þess að takmarkað framboð af sætum eru í boði.

DEILA