Héraðsdómur Vestfjarða: Árneshreppur vann

Héraðsdómur Vestfjarða kvað upp í gær úrskurð í kærumáli Elíasar Svavars Kristinssonar og Ólafs Valssonar gegn Árneshreppi. Var dómurinn að öllu leyti Árneshreppi í vil.

Kærðar voru hreppsnefndarkosningarnar í maí 2018. Töldu kærendur í fyrsta lagi að ýmis atrði í framkvæmd hefðu getað haft áhrif á kosningarnar.  Dómurinn vísaði þeirri kæru frá.

Í öðru lagi var þess krafist að kosningarnar yfðu dæmdar ógildar. Var það aðalkrafa kærenda. Héraðsdómur Vestfjarða hafnaði þeirri kröfu.

Snerist þessi þáttur mikið um ákvarðanir Þjóðskrár íslands og sveitarstjórnar. Hafði Þjóðskrá fellt 17 af íbúaskrá, sem höfðu flutt lögheimili sitt í hreppinn og sveitastjórrnin  felldi í framhaldinu  15 út af kjörskrá.   Í dómnum kemur fram að allir þeir sem voru felldir af skránum hefðu unað ákvörðuninni og ekki kært hana. Það væri ekki kærendanna, Elíasar Savars og Ólafs, að blanda sér inn í það hvar umræddir einstaklingar áttu að lokum kosningarétt.

Þriðja krafan var að allar ákvarðanir nýrrar sveitarstjórnar yrðu ógiltar og hafnaði dómurinn þeirri kröfu.

Jón Jónsson, lögmaður annaðist málið fyrir Árneshrepp og sagðist hann ánægður með dóminn og benti á það sem fram kæmi í dómnum að einstaklingarnir sem voru felldir af íbúaskránni undu þeirri ákvörðum og það væri ekki annarra að kæra fyrir þeirra hönd.

Vegna vanhæfis Bergþóru Ingólfsdóttur var settur annar dómari í málinu Arnar Þór Jónsson. Þar sem hann er staðsettur í Reykjavík fór málflutningur þar fram.

Kærendur voru dæmdir til að greiða 1 milljón króna í málskostnað Árneshrepps.

DEILA