Hatari til Ísafjarðar

Fjöllistahópurinn Hatari kemur nánast beint vestur eftir för sína til Ísrael, en þau koma við í Edinborgarhúsinu á laugardaginn 25. maí á ferðalagi sínu milli landshorna á Íslandi.

Í fréttatilkynningu frá Edinborgarhúsinu segir að Hatari komi „til Ísafjarðar öflugri en nokkru sinni eftir eldskírn á altari evrópskra sjonvarpsstöðva og fagna hruni siðmenningarinnar. Hatari býður Vestfirðingum og gestum þeirra að umfaðma endalokin dansandi í Edinborgarhúsinu – enda lífið tilgangslaust.“

Tónleikarnir verða í Edinborgarsal og hefjast klukkan 21:00 laugardagskvöldið og miðasala fer fram á tix.is

DEILA