Græn lán Byggðastofnunar

Stjórn Byggðastofnunar hefur samþykkt nýjan lánaflokk til verkefna sem stuðla að umhverfisvernd í landsbyggðunum, svokölluð Græn lán.

Þessi lán eru veitt til verkefna sem með einum eða öðrum hætti stuðla að umhverfisvernd, s.s. nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa (smávirkjana, vatns-, vind- og sólarorku, lífgas…), bættrar orkunýtni (í iðnaði, húsnæði og í samgöngum), mengunarvarna, bættrar auðlindanotkunar (söfnun úrgangs, meðhöndlun, endurvinnsla, endurnotkun, orkuvinnsla, meðferð spilliefna), lífrænnar matvælaframleiðslu o.s.frv.

Nánari lánaskilmálar eru:

§  Lán sé ætlað til umhverfisvænna verkefna að mati Lánanefndar.

§  Tryggingar verði í fasteignum eða jörðum og/eða í veðhæfum búnaði, enda sé hann auðflytjanlegur og auðseljanlegur.

§  Veðhlutföll taki mið af almennum lánareglum.

§  Lánstími verði að hámarki 20 ár með veði í fasteignum/jörðum en styttri með veði í búnaði í hlutfalli við áætlaðan líftíma hans.

§  Heimilt verði að veita vaxtagreiðslur eingöngu í allt að 3 ár þar sem það á við.

§  Hámarkslánveiting í samræmi við veð, greiðslugetu og lánareglur hverju sinni.

§  Lántökugjald 1,8%.

§  Vextir verði 5% verðtryggt eða 2% álag á REIBOR.

§  Að öðru leyti vísast í almennar lánareglur stofnunarinnar.

Þetta var ákveðið á síðasta fundi stjórnar Byggðastofnunar þann 11. apríl sl. Nýr stjórn hefur verið skipuð síðan og eru í henni:

Magnús B. Jónsson, Skagaströnd, formaður
Halldóra Kristín Hauksdóttir, Akureyri
Sigríður Jóhannesdóttir, Svalbarðshreppi
Gunnar Þorgeirsson, Grímsnes- og Grafningshreppi
Karl Björnsson, Reykjavík
María Hjálmarsdóttir, Eskifirði
Gunnar Þór Sigbjörnsson, Egilsstöðum

Gengu þeir Illugi Gunnarsson og Einar E. Einarsson úr stjórn og í stað þeirra komu Magnús B. Jónsson og Halldóra kristín Hauksdóttir.

DEILA