Golfmót Íslandsbanka á Tungudalsvelli

Golfmót Íslandsbanka var haldið á Tungudalsvelli laugardaginn 25. maí. Mótið var haldið í fallegu veðri og völlurinn skartaði sínu fegursta, enda aldrei komið betur undan vetri.

Í höggleik karla sigraði Einar Gunnlaugsson á 78 höggum. Í höggleik kvenna sigraði Anna Guðrún Sigurðardóttir á 91 höggi. Í punktakeppni karla sigraði Kristinn Þórir Kristjánsson með 35 punkta og í kvennaflokki sigraði Anna Guðrún Sigurðardóttir með 33 punkta.

Næsta mót hjá G.Í. verður sjómannadagsmót Íssins sem haldið verður 1. júní næst komandi.

DEILA