Golf: Íslandsbankamótið fer fram á Tungudalsvelli á laugardaginn

Golf á Tungudalsvelli. Mynd: Benedikt Hermannsson.

Tilkynning frá Golfklúbbi Ísafjarðar:

Íslandsbankamótið fer fram á Tungudalsvelli laugardaginn 25. maí 2019.

Skráning á golf.is – Þátttökugjald kr. 3.000.kr

Mæting á teig er a.m.k. 15 mínútum fyrir auglýstan rástíma.

Leikinn verður höggleikur án forgjafar í karla, kvenna og unglingaflokki og punktakeppni í karla, kvenna og unglingaflokki.

Íslandsbanki veitir vegleg verðlaun:

Karlaflokkur án forgjafar sæti 1-3.

Karlaflokkur punktakeppni sæti 1-3.

Kvennaflokkur án forgjafar sæti 1-3.

Kvennaflokkur punktakeppni sæti 1-3.

Unglingaflokkur án forgjafar sæti 1-3.

Unglingaflokkur punktakeppni sæti 1-3.

Aðeins er hægt að vinna til verðlauna í einum flokki.

Nándarverðlaun fyrir þá sem eru næstir holu eftir teighögg á 6, 7, 15 og 16 flötum.

Dregið úr skorkortum viðstaddra í mótslok.

Teiggjafir til allra þátttakenda við ræsingu í boði Íslandsbanka.

Hressing í boði Íslandsbanka eftir 9 holu leik.

Mótstjórn: Salmar Jóhannsson s: 868-4080

Mótanefnd áskilur sér rétt til breytinga á mótaskrá ef þörf krefur.

DEILA