Góðgerðarvika í Menntaskólanum á Ísafirði

Góðgerðarvika stendur yfir í Menntaskólanum á Ísafirði dagana 29. apríl til 5. maí.  Safnað er fyrir börn í Jemen, en þau glíma við mikla vannæringu og eru í mikilli neyð. Allur peningur úr söfnuninni fer beint til Unicef sem veitir börnunum bráðnauðsynlega neyðaraðstoð.

Nemendur og starfsmenn skólans munu setja áheit fyrir ákveðna upphæð og þegar sú upphæð hefur safnast verða áheitin framkvæmd. Hægt er að senda nemendafélaginu  skilaboð á facebook og fá hjálp til að koma áheitum á réttan stað.

Reikningurinn er

KT: 430389-2119
RN: 0556-26-001036

og það verður hægt að leggja þar inn alla næstu viku líka.
Hér er linkur á myndband sem Unicef á og sýnir afhverju nemendafélagið vill safna
Stjórn nemendafélags M.Í.
Mynd: Ásgeir Helgi.
DEILA