Fyrsti heimaleikur Vestra í sumar

Í dag mætast tvo hörkulið á Olísvellinum á Ísafirði, en okkar menn í Vestra taka þá á móti Kára frá Skaganum.

Kári byrjaði tímabilið með 4-0 sigri gegn Völsung og gerðu svo 1-1 jafntefli við Þrótt frá Vogum í 2. umferðinni. Sitja þeir í 1. sæti eins og er.

Okkar menn byrjaðu á sterkum útisigri gegn Selfossi í fyrstu umferð en létu svo í minni pokann fyrir Völsung í 2. umferðinni.

Það má búast við hörku leik á milli þessari sterku liða og hvetjum við að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja við sitt lið.

Leikurinn hefst klukkan 16:00

Áfram Vestri!

DEILA