Fossavatnagangan : gekk ótrúlega vel

Frá Fossavatnagöngunni. Mynd af síðu göngunnar.

Fossavatnsgangan fór fram á fimmtudaginn og laugardaginn í síðustu viku. Að sögn Daníels Jakobssonar gekk hún ótrúlega vel. Aðstandendur keppninnar óttuðust að veruleg afföll yrði á boðaðri mætingu vegna snjóleysins. En betur fór en svo og Daníel segir að keppendur hafi skilað sér vel. Um þriðjungur keppenda voru erlendis frá.  Daníel Jakobsson segir að veruleg umsvif og viðskipti fylgi keppninni, einkum í gistingu og fyrir veitingastaði. Þá var haldin 650 manna veisla í Torfnesi á vegum Fossavatnsgöngunnar.

Nærri 1000 keppendur

Á laugardaginn luku 829 manns  keppni og  984 keppendur alls, með fimmtudeginum.

Samanlögð vegalengd þeirra sem gengu var samtals 29.328 km eða sem samsvarar 21 hring í kring um landið.

599 luku keppni í 50 km göngu, 170 luku keppni í 25 km göngunni og  60 manns  í 12,5 km. göngunni.

101 kláraði 25 km S og 31 kláruðu 5 km Fjölskyldufossavatn. Um 15 börn voru í 1 km.

DEILA