#Fögur er Víkin – hreinsunarátak.

Fögur er Víkin. Bolungavík. Mynd: Haukur Sigurðsson.

Á fundi bæjarráðs Bolungavíkur í gær var kynnt áætlun um hreinsun bæjarins. Bolungarvíkurkaupstaður hrindir nú af almennu hreinsunarátaki í bænum.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri sagði í samtali við Bæjarins besta að undanfarin tvö sumur hefði verið umhverfisátak í Bolungavík og þetta verkefni #Fögur er Víkin væri tilbrigði við gamalt stef, átak sem byrjar en hættir aldrei. Bæjarstjórinn hvetur bæjarbúa til þess að taka myndir af þeirra eigin framtaki af fegrun bæjarins og setja á samfélagsmiðlana undir myllumerkinu #Fögur er Víkin.

Bolungarvíkurkaupstaður lætur ekki sitt eftir liggja og mun á næstunni fara í
markvissar aðgerðir til að bæta ásýnd bæjarins út á við. Liður í því er m.a. sem
sveitafélagið stendur fyrir er að andyri grunnskólans verður málað, þjónustumiðstöðin
verður máluð að hluta ásamt ótal minni lagfæringum. Klippa og hirða tré og runna, slá
gras og hreinsa kerfil, taka á móti brotajárni svo eitthvað sé nefnt.

„Bæjarbúar eru hvattir til að gera slíkt hið sama og líta í bakgarðinn eftir veturinn, snyrta
og laga það sem betur má fara. Saman gerum við víkina fagra.“ segir í minnisblaði um hreinsunarátakið.

DEILA