Fimmtíu manns í móttöku Arctic Fish á Patreksfirði

Vel var mætt í nýja sjóvinnubátinn Arnarnes þegar Arctic Fish bauð til fagnaðar af því tilefni að fyrirtækið hóf sjóeldisstarfsemi í Patreksfirði og tók í notkun Arnarnesið. Fjórir Patreksfirðingar hafa verið ráðnir til starfa hjá Arctic Fish. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri var glaður í bragði þegar Bæjarins besta ræddi við hann í gærkvöldi og sagði að um fimmtíu manns hefðu komið til að samgleðjast með starfsmönnum fyrirtækisins við þessi tímamót.

Myndirnar tók Eyrún Viktorsdóttir.

DEILA