Fengu styrk frá Hagþenki

Verðlaunahafar Hagþenkis.

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsti í apríl eftir umsóknum um starfsstyrki til ritstarfa og  handritsstyrki vegna fræðslu- og heimildamynda. Til úthlutunar starfsstyrkja voru 15 milljónir og 3 milljónir til handritsstyrkja. Alls bárust 67 umsóknir um starfsstyrk til ritstarfa og af þeim hljóta 29 verkefni styrk.

Meðal þeirra sem fékk styrk að þessu sinni var Elfar Logi Hannesson sem var úthlutað 300.000 kr styrk til ritstarfa. Viðfangsefnið er  leiklist- og list á Þingeyri.

Annar Vestfirðingur var í hópi þeirra sem fékk styrk. Það er Ólafur J. Engilbertsson, sem einnig fékk styrk til ritstarfa. Ólafur tekur fyrir Þórir Baldvinsson arkitekt, sem að sögn Ólafs, nútímavæddi sveitirnar. Þórir var yfir teiknistofu landbúnaðarins frá 1939 til um 1970. og fékk 450.000 kr. styrk til verksins.

DEILA