Fasteignamarkaðurinn í apríl: 31 samningur og 461 milljónir króna

Frá Hólmavík. Mynd:Kristinn H. Gunnarsson.

Fasteignamarkaðurinn á Vestfjörðum var mun líflegri í apríl en í mánuðunum á undan. Alls voru gerðir 31 samningar að upphæð 461 milljónir króna. Tólf samningar voru um fjölbýli , 14 um sérbýli og 5 um aðrar eignir.

Tíu samninga af þessum 31 voru á Ísafirði. Fimm um fjölbýli, tveir um sérbýli og þrír um aðrar eignir. samtals fjáræð samninganna var 189 milljón króna.

Utan Ísafjarðar var gerður 21 samningur að fjárhæð 272 milljónir króna. Sjö voru um fjölbýli, 12 um sérbýli og tveir voru um aðrar eignir.

Meðalfjárhæð á samning á Ísafirði var 18,9 milljónir króna en utan Ísafjarðar var meðalupphæðin 13 milljónir króna.

Fasteignaveltan utan höfuðborgarsvæðisins var í apríl rúmir 11 milljarðar og lækkaði hún um rúmar 150 milljónir m.v. apríl í fyrra.

Frá þessu er greint í fréttum Þjóðskrár Íslands.

DEILA