Endurskinsmerki innkölluð

Landsbankinn og Arion banki hafa innkallað endurskinsmerki í kjölfar eftirlits Umhverfisstofnunar. Trix vöruþróun ehf. hefur hætt markaðssetningu á þeim. Efnagreiningar sem stofnunin lét gera á merkjum sem voru meðal kynningarvara Landsbankans leiddu í ljós að þau innihéldu tiltekin hættuleg efni í meiri styrk en leyfilegt er (sjá nánar að neðan). Meðal kynningarvara Arion banka voru sambærileg merki frá sama framleiðanda sem ekki voru send til efnagreiningar. Þegar niðurstöður lágu fyrir hafði Umhverfisstofnun samband við bankana tvo og sameiginlegan birgi þeirra, Trix vöruþróun ehf. Öll fyrirtækin brugðust þegar við með innköllun á merkjunum sem um ræðir.

Efnagreiningarnar voru liður í samnorrænu eftirlitsverkefni um efnainnihald kynningarvara. Val Umhverfisstofnunar á eftirlitsþegum miðaðist við aðila sem næðu til fólks um landið allt og horft var sérstaklega til kynningarvara fyrir yngri kynslóðir. Af þessum sökum urðu Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn fyrir valinu.

DEILA