Byggðasafnið: hefur ekki heimild til þess að veita upplýsingar

Mynd: sjominjar.is

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri gerir athugasemdir við fyrirsögn fréttar í gær um Byggðasafn Vestfjarða. Í fréttinni segir að bæjarstjórinn, sem jafnfram er formaður stjórnar Byggðasafnsins,  vilji ekki veita upplýsingar um það hvaða umsækjendur um starf forstöðumanns voru  metnir hæfir og hverjir hafi verið boðaðir í viðtal.

Guðmundur telur ástæðu til að fara fram á leiðréttingu varðandi fréttina.

„Mér er ekki heimilt að veita fjölmiðli þær upplýsingar sem farið er fram á. Það er grundvallarmunur á að vilja ekki og geta ekki. Fyrirsögnin er því efnislega röng.“

DEILA