Bolungavík: Lýsa yfir furðu sinni

Á fundi bæjarráðs Bolungavíkur var lagt fram bréf Braga Þórs Thoroddsen, sveitarstjóra í Súðavík vegna bókunar sveitarstjórnarinnar síðastliðinn föstudag  um endurskoðun á samstarfi um Félagsþjónustuna við Djúp.

Óhætt er að segja að það hafi komið bæjarráðinu á óvart eins og greina mátti á svörum Jóns Páls Hreinssonar, bæjarstjóra í viðtali við Bæjarins besta í gær.

Bókað var eftirfarandi:

„Bæjarráð Bolungarvíkur lýsir yfir furðu sinni með bókun sveitarstjórnar Súðavíkuhrepps
vegna fyrirætlunnar þeirra um að leita annað eftir þjónustu Félagasþjónustunnar við Djúp
eftir 11 ára farsælt samstarf. Bæjarráð hefur ekki vitneskju um að kvartanir hafi borist
undan þjónustu Bolungarvíkur við Súðvíkinga og kemur því þessi bókun verulega á óvart.“

Bæjarráð fól bæjarstjóra að óska eftir fundi við sveitarstjórn og sveitarstjóra Súðavíkur
vegna þessa máls.

DEILA