Bolungavík: ljósleiðaravæðing hafin

Bolungavík. Mynd: Benedikt Sigurðsson.

Bæjarráð Bolungavíkur hefur samþykkt að ganga til samninga við Snerpu um lagningu ljósleiðara í dreifbýli og fól bæjarstjóra að skrifa undir samning.  Verður verkið unnið í sumar. Jafnframt verður þess gætt að unnt verði að hefja ljósleiðaravæðingu í þéttbýlinu í Bolungavík, sem gæti orðið í sumar. Í tilboði Snerpu og Mílu voru skuldbindandi tillögur um uppbyggingu ljósleiðara í þéttbýli í Bolungarvík.  Líklega verður byrjað í Traðarlandi og Brúnalandi.

Snerpa hefur þegar lagt ljósleiðara frá Syðridal til Bolungavíkur og nær strengurinn til fyrirtækisins Örnu þar sem verið er að tengja það og önnur nálæg fyrirtæki við ljósleiðarann. Verður lagður strengur þaðan fram í Minnihlíð.

 

DEILA