Arctic Fish hefur sjóeldisstarfsemi í Patreksfirði

Arnarnes lengst til vinstri við hlið Kópanes og Hafnarnes. Mynd: Bernharður Guðmundsson.

Arctic Fish hefur í þessari viku hafið sjóeldisstarfsemi í Patreksfirði og í tengslum við það hafa fjórir Patreksfirðingar hafa bæst við hópinn og heildarfjöldi starfsmanna komnir á sjötta tuginn.

 

Eftir sem áður verður er stærstur hluti sjóeldisstarfseminnar í Dýrafirði þar sem sjóeldi hefur nú verið stundað með vexti á hverju ári síðan 2009. Í sumar mun fyrirtækið síðan einnig hefja eldi í Tálknafirði sem styður við áframhaldandi uppbyggu fyrirtækisins í árgangaskiptu eldi samkvæmt vottuðum umhverfisstaðli ASC.

 

Uppbygging sjóeldisins tengist einnig fjárfestingum og uppsetningum á sjóeldisbúnaði og á flugbrautinni í Patreksfirði er verið að setja saman sjókvíar. Einnig heldur uppbygging seiðaeldisstöðvar félagsins í Tálknafirði áfram. Fyrirhugað er að verklok við fyrstu áfangana verði fagnað í haust.

Arnarnes – nýr sjóvinnubátur

Í dag er Arctic Fish að taka á móti nýjum sjóvinnubát til að þjónusta nýju eldisstöðina í Patreksfirði. Báturinn hefur fengið nafnið Arnarnes og verður með heimahöfn á Patreksfirði.

Arnarnes í Patreksfjarðarhöfn.
Mynd: Sigurður Pétursson.

Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að fyrirtækið leggi mikið uppúr því að hafa sem bestan tækjabúnað til að þjónusta ört stækkandi sjókvíaeldi fyrirtækisins með öryggi starfsmanna og fisksins í fyrirrúmi. Arnarnes er 13,5*7,5m tvíbytta smíðuð af Moen Marine í Noregi, báturinn er útbúinn 41 tonmetra marine krana frá Palfinger, auk krana eru tveir koppar, annar 3 tonn og hinn 5 tonn. Báturinn er útbúinn með 2 380hö scania vélum sem koma með gír og skiptiskrúfu frá Nogva, um borð er 24kwa Nanny ljósavél og 50hö bógskrúfa. Í brúnni eru siglingartæki frá Furuno og björgunarbátar koma frá Viking. Um borð er góð aðstaða fyrir áhöfn til að setjast niður , elda og láta fara vel um sig, meðal annars er að sjálfsögðu klósett sturta og verkstæði.

Samsetning sjókvía á flugvellinum.
Mynd: Sigurður Pétursson.
DEILA