Æfing 50 ára – fullt hús

Hljómsveitin Æfing á sviðinu í Bæjarbíó. Frá vinstri: Halldór Gunnar, Jón Ingiberg, Árni Benediktsson, Sigurður Björnsson og Ásbjörn Björgvinsson. Á bak við er Óskar trommuleikari. Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Hljómsveitin Æfing frá Flateyri hélt upp á með tónleikum á laugardaginn að 50 ár eru liðin síðan hljómsveitin hélt sína fyrstu tónleika. Tónleikarnir voru í Bæjarbíó í Hafnarfirði og var húsfyllir, nærri 300 manns.

Hljómsveitin var starfandi einkum fram yfir 1980  og lék þá á dansleikjum um alla Vestfirði og reyndar víðar um land. Meðlimir Æfingar á þessu tímabili voru allmargir en Árni Benediktsson og Kristján J. Jóhannesson voru með alla tíð. Kristján féll frá 2006.  Aðrir Flateyringar voru meðal annarra Sigurður Björnsson, trúbadúr og Jón Ingiberg Guðmundsson, en þeir eru nú báðir búsettir erlendis. Þá má nefnda til viðbótar Ásbjörn Björgvinsson, Halldór Gunnar Pálsson og Önund Hafstein Pálsson.

Frá 1990 hefur  hljómsveitin komið saman við sérstök tilefni, sér og öðrum til skemmtunar.

Fjölmargir Vestfirðingar og reyndar fleiri  lögðu leið sína í Bæjarbíó á laugardagskvöldið og skemmtu sér vel. Var salurinn líflegur og tók vel undir þegar Æfing tók gömlu slagarana. Sigurður Björnsson sagði inn á milli gamlar og góðar sögur af valinkunnum Flateyringum við rífandi undirtektir og bar þar mest á frásögnum þar sem Guðbjartur Jónsson, Vagninum kom við sögu.

Tónleikarnir stóðu nærri þrjá klukkutíma og var ekki að sjá að aldurinn væri nokkuð farinn að færast yfir gömlu rokkaranna.

Salurin var þéttsetinn.
Guðbjartur Jónsson með Lödu eiginkonu sinni og syni.

 

DEILA