3 milljarðar kr í niðurgreiðslur á raforku

Út er komin skýrsla Orkustofnunar um niðurgreiðslur á húshitun og dreifingu
raforku í dreifbýli 2018.  Þar er endanlegt yfirlit fyrir árið 2017. Fram kemur að niðurgreiðslur urðu 3 milljarðar króna það ár. Það skiptist þannig að niðurgreiðslur á hitun
íbúðarhúsnæðis voru 1750 milljónir króna. Til jöfnunar á kostnaði
við dreifingu raforku var varið 990 milljónum króna. Notendur utan samveitna er flokkur
sem snýr að raforkuframleiðslu í Grímsey og Flatey þar sem ríkissjóður greiðir allan kostnað umfram tekjur af sölu rafmagns á þessum stöðum og til hans fóru 79 milljónir króna og loks 150 milljónir króna til að styrkja sjóvarmadælu í Vestmannaeyjum.

Dreifbýlisframlag (990 mkr), til jöfnunar á kostnaði við dreifingu raforku í dreifbýli, til jafns við dýrasta þéttbýlisverð, er innheimt með jöfnunargjaldi á alla orku sem fer um dreifikerfið, að undanskyldri stóriðju.

Á síðasta ári er talið að niðurgreiðslurnar hafi verið 3,3 milljarðar króna og svipað er áætlað á þessu árið 2019.

45 milljarðar króna frá 1983

Fram kemur í skýrslunni að  frá 1983 hefur samtals verið varið
úr ríkissjóði tæpum 45 milljörðum króna, á verðlagi ársins 2017, til lækkunar á húshitunarkostnaði íbúa landsins sem ekki njóta hitaveitu.

DEILA