21,6% af flatarmáli Íslands er friðlýst

Mynd úr ársskýrslu Umhverfisstofnunar.

Fram kemur í nýútkominni ársskýrslu Umhverfisstofnunar Íslands að alls eru 114 svæði sem hafa verið friðlýst og ná þau yfir 22 þúsund ferkílómetrasvæði. Er þetta 21,6% af flatarmáli landsins.  Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra sagði í ávarpi sínu á ársfundi Umhverfisstofnunar í dag að átak í friðlýsingu svæða stæði nú yfir. Fyrsta friðlýsingin í því átaki væri Akurey í Kollafirði sem var friðlýst í dag. Sagði ráðherrann að  unnið væri að friðlýsingu fleiri svæða. Ekki kom fram hvaða svæði það eru en 18. apríl var kynnt tillaga að friðlýsingu Látrabjargs.

DEILA