Yfir 70 keppendur frá Skíðafélagi Ísfirðinga á Andrésar Andarleikunum

Andrésar Andar leikarnir fóru fram á Akureyri í síðustu viku. Frá Skíðafélagi Ísfirðinga voru rúmlega 70 keppendur og tóku þau þátt í keppni á gönguskíðum, bretti og í alpagreinum. Leikarnir voru settir á miðvikudag, og keppt var á fimmtudag, föstudag og laugardag. Mikill fjöldi aðstandenda fylgdi keppendum og myndaðist skemmtileg stemning bæði á gististað og upp í fjalli.

Foreldrar buðu upp á grillpartý bæði á alpagreinasvæði og göngusvæði í sól og 12 gráðu hita á fyrsta sumardegi.

Það er hsv.is sem greinir frá.

DEILA