Bæjarráð Vesturbyggðar hefur samþykkt nokkrar styrkveitingar.Þær eru þessar:
Felld var niður húsaleiga til foreldrafélags Patreksskóla vegn agrímublass sem félagið stóð fyrir í síðasta mánuði.
Felld var niður húsaleiga vegna þorrablóts sem haldið var í Birkimel á Barðaströnd í febrúar sl.
Sögufélags Barðastrandasýslu fékk styrk útgáfu árbókar Barðastrandarsýslu 2018 að fjárhæð 120.000 kr.
Styrkur sveitarfélagsins til Skrímslasetursins á Bíldudal var aukinn um 200.000 kr. á árinu 2019 til áframhaldandi uppbyggingar þess.
Loks voru aukin útgjöld um 11,6 milljónir króna vegna fjárfestingar í lagningu ljósleiðara í verkefninu Ísland ljóstengt 2019. Útgjöldunum verður mætt er með lántöku.