Vestri frá Íssafirði var rétt í þessu að tryggja sér sigur á Scania Cup í körfuknattleik drengja með sigri á norska liðinu Ulriken Eagles 60:58. Hugi Hallgrímsson varð stigahæstur með 20 stig og Ísak Örn Baldursson gerði 14 stig.
Vestri sendi lið á mótið með Snæfelli frá Stykkishólmi en undir merkjum Vestra. Eru fjórir úr liði Snæfells en sex úr röðum Vestra. Þjálfari liðsins er Nebojsa Knezevic. Mótið hófst á föstudaginn og vann Vestri þá finnska liðið Rauma Basket, 102-33, en tapaði fyrir hinum sænsku AIK Basket 74-53. Vestramenn tryggðu sig inn í úrslitin með öruggum sigri á sænska liðinu Onsala Pirates BBK 71-51.
Scania Cup er eitt stærsta boðsmót félagsliða sem haldið er á Norðurlöndunum og er þetta annað árið í röð sem Vestramenn taka þátt í mótinu. Keppt er í aldurshópum frá 2000-2007 og í ár eru lið frá sex íslenskum félögum skráð til leiks: Vestra Tindastóli, Fjölni, Stjörnuninni, KR og ÍR. Mótið fór fram í Södertalje í Svíþjóð.