Verður byggt allt of mikið af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu?

Hagfræðideild Landsbanka Íslands fjallar um íbúðabyggingar á höfuðborgarsvæðinu í rafrænu fréttariti sem kom út í gær. Þar er bent á að  ákveðin hætta sé á því að framboð veigamikils hluta íbúða sem nú eru á teikniborðinu og í byggingu geti orðið mun meira en eftirspurn á næstu árum.

Að mati bankans verða um 7700 íbúðir fullkláraðar í ár og á næstu tveimur árum á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt nýlegri skýrslu starfshóps um lækkun þröskuldar ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkað kom framað algengt verð við kaup fyrstu íbúðar sé um 40 m.kr. Samkvæmt algengustu útlánareglum í dag kalla slík kaup á að kaupandi geti lagt fram 6 m.kr. sem eigið fé.

Í greiningu sem Capacent gerði fyrir Reykjavíkurborg sl. vetur kom fram að um 60%
leigjenda töldu að þeir hafi minna en 5 m.kr. í eigið fé til kaupa á húsnæði.

Hagdeildin dregur þá ályktun af þessum gögnum að eftirspurn tekjulágra  sé því eftir litlum og ódýrum íbúðum  en í byggingu séu einkum stærri og dýrari íbúðir.

Hagdeild Landsbankans segir að þessar 7700 íbúðir séu væntanlega of stórar og dýrar til
þess að leysa þann vanda sem fyrir er.  með öðrum orðum að framboðið næstu ár verði of mikið af íbúðum sem eru of stórar og of dýrar.

„Það er því ákveðin hætta á því að framboð veigamikils hluta íbúða sem nú eru á teikniborðinu og í byggingu geti orðið mun meira en eftirspurn á næstu árum.“ segir í lokaorðum Hagdeildar Landsbankans.

 

DEILA