Tilkynning frá Samskipum

Frá afgreiðslu Samskipa á Ísafirði.

Borist hefur eftirfrandi fréttatilkynning frá Samskipum:

Breytingar á rekstri starfsstöðvar Samskipa á Ísafirði

Samskip hafa samið við Glanna ehf. um að taka við rekstri starfsstöðvar Samskipa á Ísafirði. „Glanna þekkjum við vel hjá Samskipum en fyrirtækið og eigendur þess, Bjarni Gunnarsson og Agnar Sigurðsson, hafa verið samstarfsaðilar okkar í rúm 20 ár og annast akstur á milli höfuðborgarinnar og Vestfjarða“ segir Gísli Arnarson framkvæmdastjóri hjá Samskipum. Glanni mun taka við rekstrinum frá og með 1. maí n.k. Við þessar breytingar voru þrír af fimm starfsmönnum Samskipa á Ísafirði ráðnir til starfa hjá Glanna. Við hjá Samskipum þökkum starfsmönnum okkar fyrir vel unnin störf og óskum þeim velfarnaðar.  Þjónusta við viðskiptavini Samskipa á Vestfjörðum mun ekkert breytast, við þessar breytingar í rekstri og munu Samskip halda áfram að veita viðskiptavinum sínum á svæðinu góða þjónustu.

Við hlökkum til frekara samstarfs við Bjarna og Agnar sem verður örugglega báðum fyrirtækjunum til hagsbóta sem og viðskiptavinum Samskipa á Vestfjörðum.

DEILA