Þjóðskrá: Lægst fasteignaverð á Vestfjörum

Frá Ísafirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Þjóðskrá Íslands hefur birt upplýsingar um fasteignamarkaðinn í marsmánuði síðastliðinn. Alls var 871 samningum þinglýst og var samningsupphæð 31,2 milljarðar króna.

Á höfuðborgarsvæðinu var hæst meðalupphæð á hvern samning 54 milljónir króna.

Heildarvelta nam 31,9 milljörðum króna. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 20,1 milljarði, viðskipti með eignir í sérbýli 8,8 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 3 milljörðum króna.

Meðalupphæðin var lægst á Vestfjörðum 20,4 milljónir króna. Tólf samningum var þinglýst. Þar af voru 6 samningar um eignir í fjölbýli, 4 samningar um eignir í sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 245 milljónir króna.

Næsthæst meðalverð á samning var á Reykjanesi 38,2 milljónir króna, þá á Suðurlandi 34,6 milljónir króna, Norðurland 30,6 milljónir króna, Vesturland 29,9 milljónir króna og Austurland 24,5 milljónir króna.

Lægra verð utan Ísafjarðar

Í marsmánuði voru 6 samningar um fjölbýli, 4 samningar um einbýli og tveir samningar um aðrar eignir (líklega atvinnuhúsnæði). Á Ísafirði voru 3 samningar um fjölbýli og 2 samningar um einbýli að upphæð samtals 126 milljónir króna. Utan Ísafjarðar voru einnig 3 samningar um fjölbýli og 2 samningar um einbýli og samanlögð fjárhæð þeirra var 82 milljónir króna. Samkvæmt þessi var meðalverðið á Ísafirði um 50% hærra en utan Ísafjarðar.

Þjóðskrá bendir á að hver kaupsamningur getur verið um fleiri en eina eign auk þess sem eignir eru misstórar, misgamlar o.s.frv. þannig að fara verður varlega í að draga almennar ályktanir.  

DEILA