Þingeyri: 40 listamenn að störfum í febrúar

Simbahöllin á þingeyri. Mynd : Blábankinn.

Listamenn settu mikinn svip á Blábankann í febrúar. Í fréttatilkynningu frá Blábankanum segir að í samvinnu við Norður-Norska kvikmyndasjóðinn hafi Blábankinn haldið fimm daga vinnustofu í heimildarmyndagerð. Þá var haldin í Blábankanum fjögurra daga námskeið í skapandi skrifum síðar í mánuðinum í samstarfi við Hversdagssafnið á Ísafirði. Báðar vinnustofurnar voru vel sóttar, bæði af heimamönnum og listafólki allstaðar að úr heiminum og mikil ánægja með hvernig til tóks.

Hin árlega vinnustofa  Westfjords Residency Simbahallarinnar var einnig haldin um svipað leyti. Alls störfuðu því um 40 listamenn á Þingeyri þenna mánuð.

DEILA