Tekju- og eignamörk hækkuð um 7%

Félagsmálaráðuneytið hefur uppfært tekju- og eignaviðmið í leiðbeiningum til sveitarfélaga um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings. Tekjumörk hækka um rúmlega 7 prósent á milli ára.

Tekjumörkin fyrir einn í heimili verða frá 323.750 kr á mánuði að 404.688 kr. á mán eftir hækkunina.

Fyrir fjóra í heimili verða mörkin frá 543.065 kr. að 678.831 kr. á mánuði.

Eignamörk hækka úr 5.510.000 kr. í 5.769.000 kr. milli ára.

Það eru sveitarfélög sem veita sérstakan húsnæðisstuðning og í lagaákvæði sem tók gildi í byrjun árs 2017 segir:

Sveitarfélög skulu veita sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við nánari reglur sem sveitarstjórn setur.
Sveitarfélög skulu veita foreldrum eða forsjáraðilum 15–17 ára barna sem leigja herbergi á
heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili húsnæðisstuðning. Stuðningurinn skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjármanna og ekki yfir 75% af húsnæðiskostnaði vegna leigunnar.

DEILA