Í tilefni af hátíðardagskránni í dag í Dýrafjarðargöngunum, sem er á vegum verktakans, hefur Vegagerðin tekið saman helstu staðreyndir um jarðgöngin. Samningsupphæð tveggja samninga sem gerðir voru snemma árs 2017 er liðlega 9 milljarðar króna. Lengd ganganna er 5,3 km. gröfur, fylling og burðarlag er nærri 1 milljón rúmmetra.
Dýrafjarðargöng
Samningur við verktaka, Metrostav a.s. og Suðurverk hf, var undirritaður 20. apríl 2017.
Samningsupphæð kr 8.687.208.000,-
Samningur við eftirlit, Geotek ehf og Efla hf, var undirritaður 17. maí 2017.
Samningsupphæð kr 342.994.000,-
Lengd ganga í bergi er 5.301 m, vegskálar 144 m og 156 m eða samtals 300 m. Heildarlengd ganga með vegskálum er 5.601 m. Hæð vegskálaenda er 35 m y.s. í Arnarfirði og 67 m y.s. í Dýrafirði. Gólf í göngum fer mest í 90 m y.s. í miðjum göngunum og er mesti lengdarhalli 1,5%. Þversnið er samkvæmt norskum reglum og nefnist T8, breidd þess er um 8,0 m í veghæð, þverskurðarflatarmál 53 m2.
Í göngum eru 10 útskot, þar af fjögur snúningsútskot. Inni í göngunum eru 4 steypt tæknirými og 2 lítil fjarskiptahús utan ganga. Göngin eru malbikuð með steyptum upphækkuðum öxlum.
Byggður er nýr vegur beggja vegna gangamunna. Nýir vegir eru u.þ.b. 3 km Arnarfjarðarmegin og 4,8 km Dýrafjarðarmegin, samtals um 7,8 km auk tenginga. Vegurinn verður 8 m breiður með 7 m akbraut.
Í tengslum við vegagerð að göngum er verið að byggja nýjar brýr á Mjólká (14 m) og Hófsá (16 m). Einnig var byggð bráðabirgðabrú á Hófsá.
Rafmagnsbúnaður og öryggisbúnaður er fjölþættur, mest af búnaðinum er í 4 tæknirýmum meðal annars 4 spennistöðvar. Símaskápar eru einu skáparnir sem festir eru á veggi ganga, allir aðrir rafbúnaðarskápar eru í tæknirýmum. Loftræsiblásarar 1 m í þvermál, eru 16 og eru tveir og tveir saman á 4 svæðum við tæknirýmin inni í göngunum.
Í göngin skal leggja háspennukapla 3 einleiðara fyrir 132 kV spennu. Þetta er gert fyrir Landsnet, en Vegagerðin kemur sem verkkaupi fram fyrir hönd Landsnets í verkinu.
Helstu magntölur verksins eru:
Gröftur í göngum 312.000 m³
Fylling 580.000 m³
Burðarlag 90.000 m³
Rofvörn 13.000 m³
Boltar 28.000 stk
Sprautusteypa 14.000 m³
Einangrunarklæðing 50.000 m2
Steypa 3.200 m³
Jarðvatns- og ofanvatnslagnir 18.400 m
Ídráttarrör 45.000 m
Rafstrengir 74.000 m
Ljósleiðandi strengir 12.400 m
Upplýst umferðarmerki 83 stk
Verk hófst í júní 2017, með aðstöðusköpun og vinnu við forkeringu í Arnarfirði.
Fyrsta sprenging í Arnarfirði var 12. september 2017.
Fyrsta sprenging í Dýrafirði var 12. október 2018.
Verkinu skal að fullu og öllu lokið eigi síðar en 1. september 2020.
Umhverfismat er frá 2013