Skíðavikan sett í gær í sumarblíðu

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi tók þátt í sprettgöngunni.

Skíðavíkan á Ísafirði var sett formlega í gær kl 17 á Kaupfélagshorninu með ræðu Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra. Lúðrasveit Ísafjarðar fluttu nokkur lög. Næst stigu þeir félagar Karíus og Baktus á svið og að axarsköftum þeirra loknum stýrði Gylfi Ólafsson, forstjóri HVest sprettskíðagöngu.

Óvenjuhlýtt var í veðri og bar athöfnin nokkuð þess merki. Félagar í Skíðafélaginu höfðu veglegar veitingar til sölu og var töluverður fjöldi samankominn til þess að fagna því að skíðavikan væri hafin og framundan skemmtilegir dagar við Djúp.

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri.
Álfhildur Jónsdóttir og Þór Helgason.

 

Sérkennilegur gestur guðar á glugga.
Jafn sprettur í göngu kvenna.
DEILA