Skíðamót Íslands haldið á Ísafirði

Ísfirðingurinn Dagur Benediktsson í 10 km göngunni.

Þessa dagana fer fram skíðamót Íslands á Ísafirði

Í  fyrradag var keppt í sprettgöngu en í gær var keppt í skauti, 5km hjá konum en 2x5km hjá körlum

 

Baráttan var hörð í báðum flokkum og var aðeins sjónarmunur á milli 1 og 2. sætis í kvenna flokki og 2 og 3. Sætis í karla flokki. Myndbandsupptöku þurfi til að skera úr um úrslitin.

 

Kristrún Guðnadóttir, Ulli  sigraði í kvennaflokki. í 5 km göngunni Í öðru sæti varð Karin Björnlinger frá Svíþjóð, aðeins 0,1 sek á eftir Kristrúnu og í þriðja sæti Jone Aurora Renå  frá Noregi. Ísfirðingarnir Anna María Daníelsdóttir og Kolfinna Íris Rúnarsdóttir urðu í 5. og 6. sæti.

Í aldursflokknum 17-18 ára varð Kolfinna Íris hlutskörpust og í  19-20 ára alfursflokknum sigraði Anna María.

Í 2×5 km göngu karla sigraði en Snorri Einarsson frá Ulli, Ragnar Sigurgeirsson frá Akureyri varð annar og þriðji varð Dagur Benediktsson, Ísafirði, sjónarmun á eftir en á sama tíma. Ísfirðingarnir Albert Jónasson og Jakob Daníelsson urðu í 4. og 6. sæti.

Jakob Daníelsson varð efstur í aldursflokknum 17-18 ára Pétur Tryggvi Pétursson, Ísafirði í aldursflokknum 19-20 ára.

Veðrið hefur leikið við keppendur og áhorfendur á Seljalandsdal.

Í dag verður keppt í hefðbundinni göngu, kvk í 10km og karlar 15km.

Ljósmyndir: Hólmfríður Vala Svavarsdóttir.

Kristrún Guðnadóttir í forystu í 5 km göngunni.

Snorri Einarsson á fleygiferð.
DEILA