Samskip hefur sagt upp öllum fimm starfsmönnum sínum á Ísafirði og mun hætta rekstri afgreiðslunnar á Ísafirði frá og með 1. maí næstkomandi. Halldór Guðlaugsson yfirmaður svæðisskrifstofunnar á Ísafirði staðfestir þetta í samtali við Bæjarins besta.
Það er fyrirtækið Glanni ehf á Ísafirði sem mun yfirtaka húsnæði Samskipa og annast þjónustuna fyrir Samskip frá og með 1. maí.
Halldór Guðlaugsson segir að starfsmönnum hafi verið tilkynnt þetta fyrir skömmu og að þeir eigi að hætta um mánaðamótin en fái greiddan uppsagnarfrest.