Samkomulag um launaþróunartryggingu starfsmanna sveitafélaga

Í gær var undirritað samkomulag við sveitarfélögin um launaþróunartryggingu fyrir starfsmenn Verkalýðsfélags Vestfirðinga og annarra félagsmanna innan Strafsgreinasambandsins. Það er útfærsla á  samkomulaginu sem undirritað var um miðjan mánuðinn.

Laun félagsmanna í aðildarfélögum ASÍ sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um 1,7 prósent að meðaltali vegna samkomulagsins og laun félaga ASÍ sem starfa hjá ríkinu um 0,4 prósent að meðaltali. Launaþróunartryggingin er afturvirk og gildir frá 1. janúar 2019. Samkomulag þetta er mikilvægur liður í að tryggja að launaþróun félagsmanna hjá ríki og sveitarfélögum dragist ekki aftur úr launaþróun á almennum markaði.

DEILA