Ríkið skoðar sameiningu Rarik og Orkubús Vestfjarða

?????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????

Í vinnu að eigendastefnu fyrir orkufyrirtækin sem unnin hefur verið  í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur sú hugmynd verið skoðuð að sameina Rarik og Orkubú Vestfjarða. Áætlað er að skoða nánar áhrif af slíkri sameiningu á árinu 2019.

Þetta kemur fram í skýrslu Skýrsla starfshóps um raforkuflutning í dreifbýli sem skilaði í dag af sér til Iðnaðarráðherra Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur.

RARIK og Orkubú Vestfjarða eru dreifiveitur í 100% eigu ríkisins og fer fjármála- og efnahagsráðherra með eignarhlut ríkisins í þeim.

Í skýrslunni segir orðrétt um þetta mál:

„Orkubú Vestfjarða hefur mikið eigið fé, lága arðsemi, lítið fjárstreymi, en fjárfestingarþörf er að aukast. RARIK er einnig með hátt eigið fé, þó lægra en Orkubúið, góða arðsemi eiginfjár og eigna og frekar stöðugt ástand hvað varðar fjárfestingar. Almennt séð mælir ýmislegt með því að skoða nánar að sameina þessi tvö dreifiveitufyrirtæki til að styrkja reksturinn á starfsvæði Orkubús Vestfjarðar. Sem áður segir er ráðgert að skoða slíkar hugmyndir nánar á næstu mánuðum, tengt vinnu við eigendastefnu ríkisins.“

42,98% lækkun gjaldskrár

Skoðað var að hafa skoðað eina gjaldskrá fyrir RARIK og eina fyrir Orkubú Vestfjarða og reynist það ekki fýsilegur kostur, segir í skýrslunni  og ekki heldur ein sameiginleg gjaldskrá fyrir þessi tvö fyrirtæki. Hins vegar væri ein gjaldskrá fyrir landið allt er hins vegar áhugaverð og gæti það leitt til 42,98% lækkunar á gjaldskrá þeirra sem búa við gjaldskrá Orkubús Vestfjarða í dreifbýli. Í þéttbýlinu mynd lækkunin verða  2,14%. Þessi lækkun á þó aðeins við um dreifingarhluta reikningsins. Vakin er athygli á því að unnt væri að sameina gjaldskrárnar á annan veg og þá gæti úrkoman orðið önnur.

Í starfshópinn voru eftirfarandi:
Haraldur Benediktsson, alþingismaður, formaður
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður
Hólmfríður Sveinsdóttir, fulltrúi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis
Sigurður H. Magnússon, fulltrúi Orkustofnunar
Sandra Brá Jóhannsdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
Erla Sigríður Gestsdóttir sérfræðingur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu starfaði með starfshópnum.

DEILA