Ríkið setur 80 milljarða króna í kjarasamningana

Ríkið eykur útgjöld um 80 milljarða króna til þess að liðka fyrir því að aðilar vinnumarkaðarins náðu saman um nýjan kjarasamning til nærri fjögurra ár. Í kynningarefni ríkisstjórnarinnar er gerð grein fyrir því hvernig þessu útgjölda falla til eftir árum. Á þessu ári verða útgjöld ríkissjóðs 6,4 milljarðar króna og á næsta ári 16,7 milljarðar króna.

Nærri 70% af upphæðinni fellur til á árunum 2021 og 2022, þar að stærstur hlutin á síðasta árinu.

Breyringarnar auka ráðstöfunartekjur fjögurra manna fjölskyldu með 680 þúsund króna mánðartekjur  um allt að 411 þúsund krónur á ári og ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris með tvö börn og 340 þúsund kr á mánuði aukast um allt að 234 þúsund krónur á ári.

DEILA