Eftirlitsnefnd um fjárhag sveitarfélaga hefur ritað sveitarstjórn Reykhólahrepps bréf og gerir athugasemd við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir 2019- 2022, þar sem gert sé ráð fyrir að að rekstrarniðurstaða A- hluta og B-hluta verði neikvæð í þrjú ár af fjórum.
Bendir eftirlitsnefndin á lagaskyldu sveitarfélaga samkvæmt jafnvægisreglu til þess að sjá til þess að samanlögð heildarútgjöld á hverju þriggja ára tímabili séu ekki hærri en nemur samanlögðum reglulegum tekjum.
Segir í bréfinu: „Ekki verður annað séð en sveitarfélagið áætli að uppfylla ekki jafnvægisreglulaganna.“
Óskar nefndin eftir stefnmótun sveitarstjórnar í rekstrinum og hugsanlegar aðgerðir til þess að ná markmiðum laganna og annað sem sveitarstjórnin vill koma á framfæri varðandi fyrirspurn eftirlitsnefndarinnar.
Óskað er eftir svörum innan 60 daga frá dagsetningu bréfsins sem var 4. mars 2019. Bréfið var lagt fram til kynningar á síðasta fundi sveitarstjórnarinnar þann 9. apríl.