Páskadagur : messur í dag

Hólskirkja í Bolungavík.

Í dag, páskadag, verða messur sungnar í mörgum prestaköllum á Vestfjörðum. Hér fer yfirlit yfir þær athafnir sem vitað er um í dag á Vestfjörðum.

Kl 8 hefst guðsþjónusta  í Patreksfjarðarkirkju og kl 9:30 í Táknafjarðarkirkju. Þar verður boðið í hátíðarkaffi í íþróttahúsinu.

Á Bíldudal verður guðsþjónusta kl 11:30.

Í Hagakirkju á Barðaströnd verður messað kl 15 og loks í Sauðlauksdalskirkju kl 17.

Í Bolungavík hefst guðþjónusta kl 11 í Hólskirkju.

Á sama tíma verður messa og ferming í Holtskirkju í Önundarfirði.

Í Suðureyrarkirkju verður messa sem hefst kl 14.

DEILA