Aðalfundur í Félagi eldri borgara á Ísafirði var haldinn á þriðjudaginn. Ný stjórn félagsins er skipuð þeim
Sigrúnu C. Halldórsdóttur form.
Valdísi Veturliðadóttur varaform.
Bergi Torfasyni ritari
Kristjönu Sigurðardóttur gjaldkeri
Árnýju Oddsdóttur meðstjórnandi
Í varastjórn voru kosin Grétar Þórðarson, Halla Sigurðardóttir og Jens Kristmannsson.
Í skýrslu stjórnar fyrir 2018 sem Sigrún C. Halldórsdóttir flutti kemur fram að 325 voru skráðir í félagið í lok árs 2018. Annað félagi eldri borgara er starfandi í Ísafjarðarbæ og er það á Flateyri. Haldnir voru 6 stjórnarfundir á árinu og efnt var til framboðsfundar fyrir bæjarstjórnarkosningarnar síðastliðið vor. Þá stóð félagið fyrir dagsferð inn í Djúp undir leiðsögn Engilberts Ingvarssonar frá Tyrðilmýri sem tókst afar vel. Vetrarstarfið hefur gengið vel og er opið hús tvisvar í viku, þá var staðið fyrir bókmenntakynningu og haldið árleg töðugjöld í Edinborgarhúsinu í samstarfi við félögin á Flateyri og í Bolungavík.
Karl Sigurðsson var gerður að heiðursfélaga þann 14. maí í tilefni af því að þá varð hann 100 ára gamall.
Í haust var skipað í öldungaráð og skipa það:
Aðalmenn:
Sigrún Camilla Halldórsdóttir
Guðný Sigríður Þórðardóttir
Halla Sigurðardóttir
Smári Haraldsson
Bergur Torfason
Grétar Þórðarson
Varamenn:
Björn Helgason
Önundur Jónsson
Valdís Veturliðadóttir
Svanhildur Þórðardóttir
Ásta Björk Friðbertsdóttir
Magnús Jónsson
Á þessu ári verður félagið 25 ára og stendur til að efna til tveggja daga sumarferðar í Dalina í júní mánuði.