Náttúruverndarsamtök Vestfjarða endurvakin

Borist hefur eftirfarandi fréttatilkynning um endurstofnfund Náttúruverndarsamtaka Vestfjarða sem verður í Vestrahúsinu á sumardaginn fyrsta:

Endurstofnfundur-aðalfundur

 

Náttúruverndarsamtök Vestfjarða hafa legið í dvala um nokkurra ára skeið.  Nú hefur hópur félagsmanna tekið sig saman um að vekja félagið af þessum blundi og boðar til endurstofnfundar sem jafnframt verður aðalfundur.  Þar munu verða á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf, skráning í félagið, kosningar til stjórnar og ákvörðun félagsgjalda.  Einnig má búast við að ályktun um umhverfismál verði lögð fram til samþykktar á fundinum.  Fundurinn verður haldinn í fundarsal Fjórðungssambands Vestfirðinga fimmtudaginn 25.apríl, klukkan 17:00. Það er vel við hæfi að halda slíkan fund á sumardaginn fyrsta því hvað er betri áminning um sumar og sól heldur en að minna okkur á að fara vel með náttúruna og gæta þess að ganga ekki um of á þau verðmæti sem hún veitir okkur aðgang að.

Hægt er að skrá sig í félagið með því að senda póst á netfangið natturuverndarsamtokvestfjarda@gmail.com.

Fyrir hönd endurstofnhópsins

Jóna Benediktsdóttir–
DEILA