Kjarasamningar Starfsgreinasambandsins voru samþykktir í báðum verkalýðsfélögunum á Vestfjörðum. Þetta varð ljóst í morgun þegar atkvæði voru talin.
í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga voru 946 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 145 eða 15,3%. Þar af samþykktu 130 samninginn (89,7%), 14 voru á móti og einn tók ekki afstöðu.
Í Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungavíkur voru 144 á kjörskrá og 29 greiddu atkvæði (20,1%). Tuttugu samþykkti samninginn (69%), 8 voru á móti og einn greiddi ekki atvæði.
Meðalkjörsókn í félögunum 19 var 12,8% og þar af studdu 80% samninginn. Meðalkjörsóknin á Vestfjörðum var 16% og stuðningurinn var 86% svo hvort tveggja var yfir landmeðaltalinu.